dagurinn búinn, gott mál. Var reyndar þrælgaman á…

dagurinn búinn, gott mál. Var reyndar þrælgaman á kóræfingu, eina skiptið frá að ég vaknaði sem ég steingleymdi hvað ég væri þreytt. Söng í altinum í dag, var fámennur þannig að ég stökk niður. Væri alveg til í að vera alt. Mun meira gaman að syngja innraddir en efstu rödd.

Hefði samt alveg getað lifað án vesensins við að loka skólanum. Allir farnir nema ég, sló inn númerið mitt í öryggiskerfið, út ætlaði að læsa, naah! Einhver skemmdarfýsnaraddict höfðu troðið tyggjói í lásinn. Urrdan. Reyndi eins og ég gat að plokka það úr, tókst ekki nægilega vel, inn, hringdi í skólastjórann, fann út hvernig ég gæti læst og komist út úr skólanum. Finnbogi var mættur þegar ég ætlaði út og við vandræðuðumst með kerfi og lása í góða stund áður en við gátum skellt á eftir okkur. Fffff. Heim.

Fékk upptöku af messunni hjá Jóa, er í hlustun. Svolítið matt og smáatriðin týnast, enda bara tveir mækar, ekkert of nálægt flytjendum og kirkjan frekar þurr. Samt gaman að eiga upptöku af frumflutningnum. Maður fær strax smá fjarlægð á verkið, er þegar búin að bæta víbrafón í Kyriekaflann fyrir tónleikana. Stefnt á fyrripart maí.

einn bjór, bólið. Gnatt.

0 Responses to “dagurinn búinn, gott mál. Var reyndar þrælgaman á…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: