við erum búin að fá nýtt eldhús. og nei, keyptum …

við erum búin að fá nýtt eldhús.

og nei, keyptum okkur ekki nýja innréttingu, eina nýja var að leggja niður kústaskápinn í núverandi mynd (þetta hljómar eins og hann sé fyrrverandi ríkisstofnun) kústarnir fengu pláss í þvottahúsinu. Tvær nýjar og góðar hillur komust í skápinn. Náðum að hlaða öllum pastapökkunum og morgunkorninu sem áður var uppi á skápunum þar inn. Svo þegar maður er einu sinni byrjaður að endurskipuleggja vinda hlutirnir iðulega upp á sig. Fullt af dóti sem við notum aldrei fékk far í Sorpu, sumt í Góða Hirðisgáminn, sumt hreinlega í ruslið, annað sem hafði þurft að standa á mínu takmarkaða borðplássi komst þá inn í skápa í staðinn. Nú er ég (amk. í bili) með smá vinnupláss í eldhúsinu, á borði semsagt, ekki bara á brauðbretti ofan á eldavélinni. Brauðbrettin mín eru meira og minna með hellulaga brunablettum að neðan.

Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki tekið fyrir- og eftirmyndir. En það stóð ekkert til að þetta yrði svona drastískt!

Svo þegar Garðasókn þóknast að borga mér fyrir messuna skal pöntuð ný gaseldavél, sú gamla (eldavél án gass) er að leggja upp laupana. Glerið hrynur iðulega úr ofnhurðinni þegar við opnum, þakka fyrir að enginn hefur slasað sig ennþá á því, hitastigið í ofninum er mjög óáreiðanlegt og tvær af hellunum seinar og leiðinlegar. Enda vélin örugglega tuttugu ára gömul í það minnsta.

0 Responses to “við erum búin að fá nýtt eldhús. og nei, keyptum …”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: