Sarpur fyrir 19. mars, 2006

Tónleikarnir í dag gengu bara ágætlega, nokkrir pí…

Tónleikarnir í dag gengu bara ágætlega, nokkrir pínu sárir staðir hjá okkur í fyrstu fiðlu (nánar tiltekið 3, allir í Rossiniforleiknum) en annað eins getur nú gerst. Konsertinn gífurlega flottur hjá henni Ástu, svo tók hún líka aukalag, það var að því ég best veit í fyrsta skipti á tónleikum hjá okkur að einleikari spilar aukanúmer. Gæti alveg vanist þessu.

Tók alla familíuna með á tónleikana, meira að segja dansvinkonu Freyju sem var í heimsókn. Þær skotturnar fengu svo að afhenda blóm í lokin. Voða gaman. Finnur skemmti sér líka vel, sérstaklega í fyrsta kafla konsertsins, enda kemur hann fyrir í Fantasíu 2000.

Svo er bara að vona að gagnrýnandinn hræði ekki fleiri spilara frá okkur…

hann Arnar vinur okkar, vínmógúll með meiru talar …

hann Arnar vinur okkar, vínmógúll með meiru talar stundum um fyrirbæri sem hann kallar skjaldbökuvín. Vinsæl, tiltölulega ódýr vín, gjarnan frá Ástralíu eða álíka, mynd af einhverju sætu dýri á miðanum. Þið þekkið þetta fyrirbæri.

Nemahvað, við vorum að drekka skjaldbökuvín í kvöld. Yellow Tail, Shirazvaríant. Þokkalegasta þriðjudagsvín (já, ég veit, það er laugardagskvöld) Bragðið hálftómlegt. Áttum fínan ost og ákváðum að bæta honum við. Nema að osturinn steindrap vínið á staðnum, rúllaði gersamlega yfir það. Urðum að bakka í sautjánprósent heimilisostinn, hann smellpassaði.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa