Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka pró…

Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka próf. Verður gott að vera búinn með þau, þá slepp ég við að vera alltaf að fara yfir þessi endalausu verkefnablöð. Einn bekkurinn tók prófið síðast, hinir þrír núna og þá á ég bara eftir einn Hafnarfjarðarbekk. Nú er hægt að snúa sér að meiri tónheyrn, endalaus tónheyrn enda nýtist hún krökkunum miklu beinna en tónfræðin sjálf. Hlustun og greining verður að vera með og einhverri sköpun ætti ég að troða inn líka.

Námskeiðið í síðustu viku gekk mjög vel að ég held, krakkarnir lærðu helling á þessu. Hitt og þetta sem ég þarf síðan að setja inn í fyrirlesturinn fyrir næsta skipti, ég var alla vikuna að muna eftir atriðum sem þyrfti líka að segja frá, sumpart vegna þess að ég hafði hreinlega gleymt þeim og sumpart vegna þess að ég hélt ekki að það þyrfti að taka þau fram.

Ætla að reyna að fá að halda svona námskeið annað hvert ár. Trúlega óþarfi að gera það á hverju ári. Líka fínt að vita hverjir fara á námskeiðið og kunna eitthvað til verka, svo maður viti hvert maður á að beina pöntunum 😉

0 Responses to “Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka pró…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.789 heimsóknir

dagatal

febrúar 2006
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: