Sarpur fyrir 27. desember, 2005

ég í morgun… og svo lýg ég því náttúrlega, ég…

ég í morgun…

og svo lýg ég því náttúrlega, ég fór ekkert á fætur svona snemma í morgun!

Tölvuvandræðin leystu sig eiginlega sjálf í gærkvö…

Tölvuvandræðin leystu sig eiginlega sjálf í gærkvöldi, ég var nú reyndar búin að þefa uppi að það væri vel hægt að skipta um örgjörva í tölvunni minni (hmm, væri kannski hugmynd, áður en Apple skiptir yfir í Intel, þá er ég með tölvu fyrir næstu 3-4 árin amk).

Fékk nebbla póst frá Apple IMC, millijólaognýársútsala hjá þeim, þám. 10 iBækur fyrir 85 þúsundkalla í stað hundrað þúsundkalla. Unglingurinn er búinn að fá fermingar/ekkifermingargjöfina sína nú þegar. Hér er Sims 2 búinn að vera í gangi í fleiri klukkutíma í dag. Unglingurinn alsæll.

sagan, já: hún var um jólagjafirnar til dætra kær…

sagan, já:

hún var um jólagjafirnar til dætra kærustunnar hans Óla. Hann hafði keypt handa þeim sitthvorn iPod nanoinn úti á Englandi. Þeim kærustunni fannst síðan ekki nógu sniðugt að þær skyldu geta giskað strax á hvað þær fengju. Þannig að Óli fór í Myndform, þar sem hann vann í nokkur ár, fékk hulstur af tveim workout DVD diskum með Ágústu Johnson, tók diskana og innvolsið úr, setti poddana í, lokaði og plastaði og pakkaði síðan inn. Til að gera gabbið enn öflugra pökkuðu þau gjöfunum síðan inn í mjúkar umbúðir til að dæturnar þekktu ekki DVD lagið á pakkanum.

Svipurinn á stelpunum (16 og 18 ára) var víst algerlega óborganlegur þegar þær sáu koverin…

Hér er annars allt húsið fullt af börnum, okkur fj…

Hér er annars allt húsið fullt af börnum, okkur fjölgaði skyndilega upp í sjö (átta með kettinum). Tvær Egilsstaðafrænkur í gistingu. Fífa og Þorgerður María horfa á Harry Potter niðri í sjónvarpsherbergi, krílin farin að sofa.

Var fjölskylduboð í Garðabænum í kvöld, nýjar jólamyndir komnar á myndasíðuna. Óli bróðir kom með afskaplega bloggvæna sögu við matarborðið, það versta er að ég get ómögulega munað um hvað hún var. Grrr. Pumpa hann á morgun. Hann fékk annars lánaðan The Julekalender (Hjörtur, ef þú ert að lesa, mig vantar enn bankaupplýsingarnar þínar til að geta borgað þér).

jólatónleikar sosum flestir búnir en það má nú len…

jólatónleikar sosum flestir búnir en það má nú lengi plögga…

Fékk þetta bréf frá honum Vigni Í grúppunni eru líka Jón Hafsteinn og Hjörtur.

Kæru vinir og vandamenn
Vil nota tækifærið til að minna á tónleika kórsins Stöku þriðjudaginn 27. des, þ.e. 3ja í jólum, í Langholtskirkju kl. 20:00. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 kr.

Dagskrá tónleikanna er bæði spennandi og falleg; Maríuvers og jólalög, bæði gömul og ný. Verk eftir Benjamin Britten, Niels la Cour, Báru Grímsdóttur, Harald V. Sveinbjörnsson, Karólínu Eiríksdóttur og fleiri..

Staka er íslenskur blandaður kór sem starfar í Kaupmannahöfn. Kórinn hefur á stuttum tíma aflað sér góðs orðstírs og hefur lagt áherslu á vandaðan tónlistarflutning norrænna verka og skipa íslensk verk að sjálfsögðu stóran sess í verkefnavalinu. Eftir vel heppnaða jólatónleika í Skt. Pauls kirkju var ákveðið að endurtaka leikinn á Íslandi. Stjórnandi Stöku er Guðný Einarsdóttir.

Langar að koma, sjáum til hvort maður geti skrapað kvöldið.

Finnur

þriðji í pakkaflóði. Er maður ekki mikið krútt?
Finnur
Originally uploaded by hildigunnur.

bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa