Sarpur fyrir 10. desember, 2005

Letidagur búinn, fór ekki á fætur fyrr en um tvöle…

Letidagur búinn, fór ekki á fætur fyrr en um tvöleytið og það var bara vegna þess að hann Gunni kom að sækja jakkann sinn sem hann hafði gleymt og ég kunni ekki við að heilsa á náttfötunum…

Fór á Jólaævintýri Hugleiks í dag ásamt börnunum, mömmu, pabba, Hallveigu, Jóni Heiðari og Ragnheiði Dóru, hitti þennan leikara ásamt fjórum öðrum Hugleikurum sem ég þekki. Sýningin var ljómandi skemmtileg, Finnur hafði reyndar ekki alveg þolinmæði, enda sýningin nær tveir og hálfur tími en við hin skemmtum okkur mjög vel. Fyndnust fannst mér vísunin í það sem ég var að kvarta yfir fyrir þremur færslum síðan. Þar gæti verið að við Hallveig höfum hlegið einar.

Náðum þremur jólagjöfum í dag, ekki slæmt.

Gláp í kvöld, dagur tíu í julekalender náttúrlega (spennan magnast) og svo síðustu 3 þættirnir af 24, annarri seríu. Ætluðum að geyma þriðju seríu til jólafrísins (haaa? hvaða jólafrís spyrja þessir sem eru ekki skólatengdir – atvinnurekendajól dauðans) en ég er ekki alveg viss um að það plan gangi upp hjá okkur.

Tónleikarnir í gær gengu bara ljómandi vel, nokkur…

Tónleikarnir í gær gengu bara ljómandi vel, nokkur hikst í innkomum, kórinn ekki alveg búinn að læra á nýja stjórnandann. Mikið gott að þetta er frá, nú getur maður farið að hugsa um jólaundirbúning og svoleiðis.

Um helgina er ekkert planað, engir tónleikar, engar messur að syngja í, engin aðventukvöld, no nothing. Ótrúlegt. Kannski maður rölti niður á Laugaveg og kíki eftir jólagjöfum.

Það er að segja þegar við erum búin að taka til eftir kórpartíið hér í gær.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa