Sarpur fyrir 3. desember, 2005

Lost er að koma til baka. Jei. Annars gott komme…

Lost er að koma til baka. Jei.

Annars gott komment frá bóndanum: „Mér finnst að það ætti að koma svona hvítur vasaklútur uppi í hægra horni skjásins til að vara mann við vasaklútamómentum“ Svona eins og rauða sjónvarpsmerkið.

Stefnan sett á Potterinn á morgun – ef við fáum pössun fyrir krakkana.

já ég vígði lesgleraugun á tónleikunum í dag, full…

já ég vígði lesgleraugun á tónleikunum í dag, fullt af smáum nótum og textum sem ég var bara búin að sjá einu sinni – ef nokkuð. Veitti ekki af að sjá almennilega. Stjórnandinn pínu óskýr en hei – dreg mörkin við að kaupa tvískipt!

Fæ annars ekki orða bundist, hann Kristján hérna á…

Fæ annars ekki orða bundist, hann Kristján hérna á móti kom til okkar áðan til að fá lánaðan stiga. Tvær síðustu helgar hafa einhverjir misguided einstaklingar gert sér ferð hingað til að kasta eggjum í húsið hans vegna þess að fyrrverandi íbúi þar er skítseiði. Þetta hefst upp úr nafn- og myndbirtingum í fjölmiðlum.

Hvernig væri að fólk hugsaði nú aðeins. Ég veit ekki hvort það er búið að stinga mannfýlunni inn en hann býr amk ekki þarna lengur. Hefur aldrei búið á efri hæðum hússins heldur. Annað fólk í húsinu er alsaklaust og á ekki skilið svona meðferð. Auðvitað lendir það á þeim að þrífa þetta.

Það er ekki einu sinni eins og þetta sé eitthvað fullt lið að labba framhjá og segi: hei, þetta er húsið gerum eitthvað. Kemur hingað sér ferð með eggin, amk. geng ég ekki með egg í vasanum þegar ég er að fara í bæinn. Liðið kemur sér ferð til að henda eggjum.

Væruð þið til í að láta þetta berast? Vísa í færsluna kannski? Yrðum þakklát…

(beinn linkur er hér ef þið kunnið ekki að vísa beint á ákveðna færslu)

Neskirkjutónleikarnir gengu bara ljómandi vel, nok…

Neskirkjutónleikarnir gengu bara ljómandi vel, nokkuð vel sóttir bara og eins og tónleikagestur orðaði það, aðalatriði kórtónleika voru öll til staðar, jafnvægi í röddum gott, þokkalega hreint og samferða og sönggleðin lýsti af fólkinu. Held að áheyrendur hafi bara skemmt sér mjög vel.

Gærdagurinn var hektískur, amk. seinniparturinn, F…

Gærdagurinn var hektískur, amk. seinniparturinn, Freyja og Finnur þurftu að mæta á æfingu í Neskirkju fyrir tónleikana sem þau eru að spila á í dag, að sjálfsögðu ekki á sama tíma samt. Freyja rétt fyrir fjögur og svo aftur klukkan fimm (nei við fórum ekki heim á milli) en Finnur tuttugu mínútur yfir fimm. Pabbinn þurfti að sjá um Finninn og fara síðan með krakkana heim því klukkan fimm tók við maraþonkóræfing hjá mér, tvær reyndar, báðar í Neskirkju sem betur fer. Fyrst Hljómeykisæfing (tónleikar á föstudagskvöldið kemur, takið frá tímann, nánara plögg síðar) og svo var ég sjanghæjuð í Kór Neskirkju, smá sóló og að styrkja sópraninn. Þar eru tónleikar í dag klukkan fimm. Í Neskirkju. Flytjum falleg klassísk jólalög og svo hluta úr Litlu alvarlegu messunni hans Rossinis. Sem er reyndar hvorki lítil né alvarleg (messan sumsé).

Þá var jólahlaðborðaskyldunni framfylgt í gærkvöldi, í Hafnarfirði. Förum ekki á fleiri svoleiðis. Meinlætalifnaður fram að jólum (hmm, tja!… En ekki fleiri hlaðborð samt).


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa