Sarpur fyrir 1. desember, 2005

Þetta hér er skylda á þessum tíma árs. Sússi, ind…

Þetta hér er skylda á þessum tíma árs. Sússi, indeed!

Sinfóníutónleikarnir voru hinir skemmtilegustu, Ha…

Sinfóníutónleikarnir voru hinir skemmtilegustu, Hallveig náttúrlega stóð sig snilldarvel að venju. Þessi kantata er líka svo skemmtileg, eitthvað annað en þessi Rameau sem var fyrstur. Viðurkennist að ég var nærri því sofnuð undir sumum köflunum í honum. Aaaaallt of langt. Vonandi hafa útvarpshlustendur ekki gefist upp yfir honum og slökkt.

Horfði á heila bíómynd (eldgamla, alveg frá árinu …

Horfði á heila bíómynd (eldgamla, alveg frá árinu 2000) í kvöld, ekki svo sem stórfréttir nema að því leyti að mér tókst að horfa á myndina alla án þess að standa upp og fara eitt einasta skipti. Engin vandræðaleg sena semsagt. Bara hasar. Það er ég. Mynd 2 í flokknum annað kvöld. Og svo er víst að koma sú þriðja. Gott mál.

(getur einhver giskað á seríuna? Fífa og Jón Lárus, bannað að svara…)


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa