Jæja, þá er maður búinn að kenna fyrsta daginn sin…

Jæja, þá er maður búinn að kenna fyrsta daginn sinn í LHÍ, hefði átt að vera stressaðri – eða ekki. Hreint ekki sem verst, krakkarnir í Tónheyrn 1 eiginlega alveg á sama standard og þau sem eru að byrja hjá mér á þriðja árinu í Hafnarfirði. (áfangi sem er eiginlega kominn fram yfir framhaldsskólaskylduáfanga og upp á háskólastig) Maður er greinilega að gera bara allt í lagi hluti þar.

(gott líka að geta bara gengið í sama námsefni, ekki satt…)

Svo voru þvílíkar omvæltninger í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, leiðurum bæði fyrstu og annarrar fiðlu velt úr sessi, fólki róterað fram og til baka. En mætingin var snilld, 8 fyrstu fiðlur, 9 aðrar, 6 víólur, 6 selló og 3 bassar. Lofar verulega góðu fyrir veturinn.

0 Responses to “Jæja, þá er maður búinn að kenna fyrsta daginn sin…”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd




bland í poka

teljari

  • 380.650 heimsóknir

dagatal

ágúst 2005
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa