Sarpur fyrir 3. ágúst, 2005

ef ég á ekki eftir að vera með fokvonda strengi á …

ef ég á ekki eftir að vera með fokvonda strengi á morgun má ég hundur heita. Fyrsta sviðsæfing á Freischütz áðan, ég hélt að danshöfundurinn myndi drepa mig. Reyndar eiginlega ekki nema ein æfing sem var svona vond, hitt var ekkert mál. Niður á annað hnéð, sitja þar í smá stund, upp aftur, endurtekið svona 117 sinnum. Framlærvöðvar mínir standa ekki alveg undir svonalöguðu. Gat varla gengið eftir æfinguna, réði ekki við 4 tröppur (ég er ekki að ýkja, ég hrundi niður síðustu tröppuna af sviðinu í Iðnó, lenti á hnénu) Ætla nú samt að reyna að teygja svolítið betur áður en ég fer að sofa. Læt ykkur vita í fyrramálið hvort þið megið fara að kalla mig Snata.

Fýlan úr Tjörninni var mun skárri í dag, kannski bara önnur átt.

Einhvern vegnn rámar mig í það að ýmsir lesendur h…

Einhvern vegnn rámar mig í það að ýmsir lesendur hér hafi verið að lýsa fýlunni úr síkjunum í Feneyjum. Skal bara segja ykkur það að umrædd fýla kemst engan veginn í hálfkvisti við fýluna úr blessaðri Tjörninni okkar Reykvíkinga. Og það þrátt fyrir talsverðan mun á hitastigi. Æfðum í Iðnó í gær, opnuðum út í átt að Tjörn og það var nær ólíft í salnum. Ojbara. (eða Eeuwww eins og unglingurinn minn myndi líklega orða það)


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

ágúst 2005
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa