Sarpur fyrir 13. júní, 2005

mikið skelfilega er leiðinlegt að fá svona algerle…

mikið skelfilega er leiðinlegt að fá svona algerlega ólæsilegar nótur eins og við erum með núna. Sé fram á það að setjast hér niður og tölvusetja verkið, þetta er algerlega óþolandi. Spurning um hver er til í að borga fyrir það, ég tölvusetti eitt verk ókeypis, það er eiginlega nóg. Þetta er hellings vinna og hundleiðinleg í þokkabót.

Peningum úthlutað, vorum ekki lengi að því, náði …

Peningum úthlutað, vorum ekki lengi að því, náði síðan í skottið á hátíðinni. Algjör snilld að fá svona dag, var ekki einu sinni spáð svona góðu. Þá er bara að vona að spáin fyrir næstu daga rætist jafnilla.

Sumarhátíð í leikskólanum hans Finns í dag. Og að…

Sumarhátíð í leikskólanum hans Finns í dag. Og að sjálfsögðu var búið að troða mér á fund á sama tíma. Dauðsé eftir að hafa sagst vera laus. Kannski næ ég í seinnipartinn af hátíðinni. Þetta er svo dæmigert að ég geti ekki farið í neitt á leikskólanum, yfirleitt allt á vinnutíma hjá mér. Þau hljóta að halda að ég sé afleit móðir sem hafi engan tíma fyrir börnin mín 😦

neinei, þau halda það reyndar ekki neitt. En það er samt leiðinlegt að komast ekki.

Á fundinum á ég að úthluta um 400 þús krónum til þeirra sem hafa staðið sig vel í að semja eða panta nýja íslenska kirkjutónlist. Og ég hef enn ekki hugmynd um hvern ég á að plögga…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júní 2005
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa