Sarpur fyrir 8. júní, 2005

Finnur á violuhatid

Þar kemur loksins mynd af litla herramanninum að spila fyrir stórmennin á víóluhátíðinni. Lítur prófessjonal út, ekki satt?

Ég var nú ekki dugleg að sækja hátíðina, allt of lítið, reyndar, en það sem ég sá og heyrði var mjög skemmtilegt. Víóluleikarar landsins voru að sjálfsögðu gersamlega á kafi í þessu. Held að Finnur hafi bara haft voða gaman af því að spila þótt einbeitingin hafi ekki verið alveg í toppi. Fannst að minnsta kosti skemmtilegt að fara niður og fá að velja sér drykk og köku á eftir…

Stefnum á að fara til Ítalíu á Suzukihátíð um næstu páska, allur víóluhópurinn sem er þarna, eða amk stærsti hluti hans.


Finnur á violuhatid
Originally uploaded by hildigunnur.

bwaaaaaaaahhhhhh! þá er unglingurinn farinn. 10 …

bwaaaaaaaahhhhhh!

þá er unglingurinn farinn. 10 Fífulausir dagar. veit ekki hvernig ég á eftir að láta þegar börnin mín vilja flytja að heiman…

nei annars, þetta er ekkert svona erfitt. Mest í nösunum á manni. Farin á æfingu, Freyja passar Finn lasinn. Nóg að segja honum að hann megi fara í tölvuna, þá er slökkt á honum næstu klukkutímana.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júní 2005
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa