Sarpur fyrir 5. júní, 2005

þessi grein er með þeim betri.

þessi grein er með þeim betri.

já og svo fór ég í morgun með þjóðlagabókina mína …

já og svo fór ég í morgun með þjóðlagabókina mína og örfá útvalin sönglög á nótum og upptöku og afhenti stórsöngkonunni, ekki það að maður reikni með að neitt komi út úr því, en hei, ef maður reynir ekki að koma sér á framfæri gerir það pottþétt enginn fyrir mann…

þá er allt afmælisstúss búið þar til í lok janúar …

þá er allt afmælisstúss búið þar til í lok janúar ’06 Gott mál.

Við eigum semsagt öll afmæli fyrri hluta árs, reyndar ef maður spáir í stjörnumerkin er það svolítið sniðugt:

Jón Lárus er vatnsberi – (waaater beeeareeer, you beeear me wateeer? (innvígðir, sko))
ég er fiskur
Freyja er hrútur
Finnur er naut
og Fífa er tvíburi

(plís, ekki spyrja mig hvort ekki standi til að fylla út í hringinn, nei, ekki 7 börn í viðbót takk)

en við spáum ekki í stjörnumerki, þannig að the point is moot.

Var reyndar fyndið, þegar við áttum von á Fífu, komin svosem 5-6 mánuði á leið voru dönsku kórvinkonur mínar að spyrja mig hvenær ég væri sett, jújú, ég gat sagt þeim það. 22. maí. Já, þetta verður sem sagt tvíburi hjá þér, skemmtilegt. Við vorum ekkert farin að spá í neitt þannig, en ég fer heim eftir æfingu og tilkynni Jóni Lárusi að þetta sé tvíburi. Hann fékk algjört áfall: Haaaa? en það sást ekkert í sónarnum…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júní 2005
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa