Sarpur fyrir 1. júní, 2005

afmælisgjöf unglingsins, já… Hún var ítrekað sp…

afmælisgjöf unglingsins, já…

Hún var ítrekað spurð í morgun að því hvað hún hefði nú fengið í afmælisgjöf frá fjölskyldunni. Og svarið – jú, ég fékk 56 þúsund frá mömmu og pabba, fartölvu frá bróður hennar mömmu…

hljómar eiginlega eins og fermingargjafir en ekki afmælisgjafir, ekki satt? Ástæðan er kórferðalagið til Spánar, hún var búin að safna rúmum 40 þúsundum, kórinn niðurgreiddi um 20 þús, útistandandi voru þessar 56 þús. Og við sögðum henni að annað fengi hún víst ekki í afmælisgjöf. (já, þetta er dýr ferð, en það er allt saman innifalið, matur, gistingar, heill hellingur af rútu- og lestarferðum, aðgangseyrir í skemmtigarða, júneimit)

fartölvan var gamli jálkurinn hans Óla, elsta tegund af iBook.

sú stóra er opinberlega táningur í dag. Hún fæddi…

sú stóra er opinberlega táningur í dag. Hún fæddist úti í Danmörku rétt eftir miðnætti þann fyrsta júní 1992. Hefði sem sagt átt afmæli 31. maí hér heima. Á þessum tíma var hitabylgja í Danmörku, rúmlega 30 stiga hiti, strætóferðirnar niður á spítala í skoðun með bumbuna út í loftið hefðu verið óbærilegar nema vegna þess að bílstjórarnir keyrðu með allar dyr og glugga opna. Svo lét krílið bíða eftir sér í 10 daga, löng bið það í hitanum.

Við höfðum farið að skoða fæðingar- og sængurlegudeildina, það sem ég man best þaðan var í eldhúsinu á sængurlegudeildinni þegar sú sem var að fara með okkur hringinn benti á ísskáp og sagði: „Og her har vi et køleskab I kan have jeres øl eller hvidvin i.“ Einhvern veginn man ég ekki eftir að hafa heyrt sambærilega setningu hér heima, þegar ég átti hin börnin tvö…

Þegar litla frökenin var svo mætt á svæðið og við farin heim, áttum við í mestu vandræðum með að klæða hana nægilega lítið í vagninn. Blleyja, samfella og pínulítið bómullarteppi varð yfirleitt ofan á. Ég hef síðan þá aldrei haft það vandamál að dúða börnin mín of mikið.

Heimsins besti unglingur 🙂


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júní 2005
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa