Sarpur fyrir 28. apríl, 2005

Bekkjarkvöldið gekk fínt, tvær bekkjarhljómsveitir…

Bekkjarkvöldið gekk fínt, tvær bekkjarhljómsveitir, ógnarkraftur, sé fram á þátttöku í músíktilraunum eftir ekkert allt of mörg ár. Kláruðust ekki nándarnærri allar flatkökurnar það var þvílíkt magn af mat þarna. Hér verða allir að taka flatkökur með osti með í nesti á morgun.

jahhá! bara atvinnutilboð í tölvupóstinum meira …

jahhá!

bara atvinnutilboð í tölvupóstinum

meira af því seinna.

Bekkjarkvöld hjá þeirri eldri á eftir, vonandi ver…

Bekkjarkvöld hjá þeirri eldri á eftir, vonandi verða sumir strákanna ekki með hálftíma atriði eins og venjulega…

ég er annars bekkjarfulltrúi, varla búin að gera nokkurn skapaðan hlut í vetur (ætla ekki að bjóða mig fram til áframhaldandi setur) Fyrsta bekkjarkvöldið sem er haldið. Það eru held ég búin að vera þrjú hjá þeirri yngri, ásamt endalausum leikjadögum og ferðum í keilu og á skauta. Fullmikið, eiginlega. En þessi í sjöunda bekk eiga svosem að sjá um þetta svolítið sjálf. Ef þau langar í keilu tala þau sig bara saman.

jæja, best að fara að smyrja fjóra pakka af flatkökum með osti (tímdi ekki hangikjöti) til að leggja á hlaðborðið.


bland í poka

teljari

  • 375.120 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa