þá er hún Freyja litla skottan mín komin með bloggsíðu, vonandi endist hún betur en systir hennar.
Sarpur fyrir 25. apríl, 2005
eyddi öllum morgninum í að klippa og líma, búa til próf fyrir suzukibörnin. Fjör – eða kannski ekki. Ég er ekki þessi föndurtýpa. Hefði verið miklu fljótari að gera þetta í tölvunni en þá hefði ég eiginlega þurft aðgang að skanna. Það hafði ég ekki í morgun. zúrt.
Annars eru þessir kennsludagar þegar prófin eru byrjuð bara ansi hreint ljúfir. Bara mæta og sitja yfir, eitt barn í einu inni í munnlegu prófunum, öll voða þæg og ljúf (og stressuð, múhahahaha) Ekki nema 3 mánudagar eftir í kennslu, annar í hvítasunnu truflar og vikan eftir það fer í upptökupróf fyrir slúbberta sem náðu ekki 7…
Nýlegar athugasemdir