var á æfingu á Carmina Burana hjá Fílharmóníu í morgun. Hallveig systir að syngja sóló, ég skaust á æfingu, ætlaði að spara mér miða á konsert, svolítið dýrt inn, sko. Nú náttúrlega dauðlangar mig á tónleikana, hef ekki heyrt kórinn svona góðan í mörg ár, ef nokkurn tímann, Hallveig stendur alltaf fyrir sínu, Óli Kjartan og Þorgeir Andrésar frábærir, drengjakórinn úr Kópavogi (Karlakór Kópavogs) bara fínn. Ekkert smá stuð líka með allt þetta slagverk, landslið slagverksleikara mætt á svæðið. Tónleikar annað kvöld og svo á þriðjudagskvöldið, inni í Langholtskirkju.
sko… Jóóón, er ekki öll fjölskylda þín að syngja? eruð þið ekkert í vandræðum með að koma út boðsmiðunum ykkar (blikk, blikk…)
Nýlegar athugasemdir