Sarpur fyrir 18. apríl, 2005

börnin spiluðu voða vel, mest fútt í Chicago medle…

börnin spiluðu voða vel, mest fútt í Chicago medleyinu, fullt af blásurum og slagverki og sveiflu. Alltaf öfundaði maður lúðrasveitarkrakkana að fá að spila svona skemmtilegt meðan litlu strengjasveitirnar okkar sörguðu kurteislegan Corelli eða eitthvað. Þarna var staddur Halldór upptakari í glænýju hlutverki sem túbuleikari, gaman að því.

Náði svo í skottið á æfingunni, síðustu 3 kortérin (hún var kortér framyfir) Poulenc kemur til, jájá. Samt ekki vel skrifaður fyrir raddirnar.

Upplestrarkeppnin hjá henni Fífu á eftir, ég er að…

Upplestrarkeppnin hjá henni Fífu á eftir, ég er að kenna og kemst ekki, ekki séns 😦

Svo er hún að spila á tónleikum í kvöld, afrakstri helgarnámskeiðsins. Og ég á kóræfingu. Sveimérþá ef ég skrópa ekki bara á fyrri hlutann af æfingunni, þó tónleikarnir nálgist með ógnarhraða. Börnin manns verða að ganga fyrir, ekki satt?


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa