Sarpur fyrir 15. apríl, 2005

fór á hina skemmtilegustu tónleika í kvöld. Blása…

fór á hina skemmtilegustu tónleika í kvöld. Blásarasveit Reykjavíkur með verk eftir MacMillan, Hilmar Jensson og Hindemith. MacMillan er alltaf flottur, Hilmar stóð nú samt alveg í honum. Hindemith kunni langbest á miðilinn, reyndar, en það var samt eina verkið sem ég hugsaði stundum: er þetta ekki bráðum búið.

Fífa er farin á hljómsveitarnámskeið á Laugalandi í Holtum. Þar lærði pabbi hennar að synda, hryllti sig allan þegar ég fór að tala um staðinn. Ugh. En það verður samt pottþétt gaman á námskeiðinu. Hún á mjög góða vini í hljómsveitinni, það skiptir öllu máli.


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa