hér sést hún Freyja mín í miðjum hópnum sínum. Svolítið dökk mynd, sést örugglega ekki mjög vel nema fólk hafi þeim mun betri skjá. En hún er þarna í rauðum bol og svörtu pilsi, flott stelpan 🙂 | ![]() freyja og hopurinn hennar Originally uploaded by hildigunnur. |
Sarpur fyrir 14. apríl, 2005
hlutasnobbið í manni. Fór á klútakynningu áðan og keypti fullt af drasli. Reyndar ýkjur, en ég keypti samt smá. Hrrikalega sniðuga græju til að þrífa inn í ofnunum og undir ísskápnum og sjónvarpsskápnum. Rándýrt en þess virði. Tók eitt swipe undir sjónvarpsskápinn til að sýna Jóni og Fífu, fékk á tilfinninguna að ég væri komin með Heiðar snyrti og Margréti hússtjórnarkennara yfir mig, með hneykslunarsvipinn.
Sá reyndar minn fyrsta svoleiðis þátt áðan, náði á hann á netinu. Ojbara. Held reyndar að ég horfi ekki á fleiri, þvílíkt artificial dæmi. Fólkinu kennt þetta svakalega sniðuga trikk: Taka til í hverri viku. Öllum í fjölskyldunni, sínu í hvoru lagi. Vá, aldrei hefði mér dottið svona sniðugt í hug…
hei, ég mundi það 🙂 var reyndar ekkert merkilegt. Ætlaði bara að monta mig af því hvað við erum stabíl, ég kom hingað heim með 8 rauðvínsflöskur í gær en við fengum okkur ekki rauðvín samt. Hins vegar gætum við fallið fyrir einni bjórdós á eftir, ætluðum að grilla á morgun en Fífa verður farin á hljómsveitarnámskeið og Freyja í afmæli þannig að ég ætla að leggja til að við grillum á eftir í staðinn. Mmm.
búin að fá Something Rotten, er að treina hana, var byrjuð að lesa lengri David Eddings seríuna mína, 10 bækur, búin með fyrstu 3. Fínt, bara, hefur maður eitthvað til að hlakka til.
Eitthvað þvílíkt merkilegt sem ég ætlaði að blogga um en séns að ég muni hvað það var, ónei. Kannski man ég það seinna. Best að gefa kettinum aðra saltstöng.
Nýlegar athugasemdir