Þessi líka fína danssýning í kvöld, litla skotta var að dansa með djassballetthópnum sínum á lokasýningu skólans í Borgarleikhúsinu. Tók þær upp á band (hmm, harðan disk), er að hlaða myndunum inn á tölvuna. Kannski kemur mynd af henni hér næst.
Var að sjálfsögðu best í sínum hópi 🙂 ekki einu sinni ýkjur, hún var búin að vera hálfu ári lengur í dansi en þær flestar, var sett fremst í miðjuna og leiddi hópinn. Við voða montin. Hefði vel ráðið við hópinn fyrir ofan en það er líka hollt að fá stundum að vera bestur og leiða. Um að gera að halda svo áfram, henni þykir ógurlega gaman að dansa. Hefur hreyfiþörfina frá pabba sínum, ekki er hún frá mér…
Nýlegar athugasemdir