Sarpur fyrir 13. apríl, 2005

Þessi líka fína danssýning í kvöld, litla skotta v…

Þessi líka fína danssýning í kvöld, litla skotta var að dansa með djassballetthópnum sínum á lokasýningu skólans í Borgarleikhúsinu. Tók þær upp á band (hmm, harðan disk), er að hlaða myndunum inn á tölvuna. Kannski kemur mynd af henni hér næst.

Var að sjálfsögðu best í sínum hópi 🙂 ekki einu sinni ýkjur, hún var búin að vera hálfu ári lengur í dansi en þær flestar, var sett fremst í miðjuna og leiddi hópinn. Við voða montin. Hefði vel ráðið við hópinn fyrir ofan en það er líka hollt að fá stundum að vera bestur og leiða. Um að gera að halda svo áfram, henni þykir ógurlega gaman að dansa. Hefur hreyfiþörfina frá pabba sínum, ekki er hún frá mér…

Gatnamálayfirvöld í borginni eru gersamlega ljósaó…

Gatnamálayfirvöld í borginni eru gersamlega ljósaóð. Ég var að hneykslast á nýju ljósunum á Bústaðaveginum, þessum við nýja veginn út í Vatnsmýri, skelfilega illa samstillt við rest, amk á þeim tímum dags sem ég á leið þar hjá. Þá datt okkur systrum í hug að telja ljósin á hinum beina og breiða vegi, Snorrabraut-Bústaðavegi. Byrjuðum á Sæbraut (rétt hjá mér) og enduðum við Breiðholtsbraut (rétt hjá henni). Niðurstaðan varð á þessum 5 1/2 kílómetra: heil tuttugu umferðarljós, bara tvenn af þeim gönguljós. Þetta er náttúrlega bilun. Væru þau nú almennilega samstillt… (jú, ég veit, ég veit, ekki einfalt)

það eru mörg ár síðan ég hef skemmt mér svona vel …

það eru mörg ár síðan ég hef skemmt mér svona vel á tónleikum. Fyrri hlutinn virðulegur og fínn, voðalega fallegt og ljúft, nýja lagið eftir Jórunni Viðar glæsilegt, ég skil ekki í öðru en að lögin tvö verði alltaf flutt sem lítill lagaflokkur héðan í frá.

Í seinni hlutanum slepptu þau fram af sér beislinu, bæði dúettarnir mínir og svo Heimskringluflokkurinn hans Tryggva voru leikþáttur uppi á sviði, enda hló fólk og hló. Verst að þetta var ekki tekið upp fyrir sjónvarpið, hefði verið úrvals sjónvarpsefni. Það var hins vegar tekið upp fyrir útvarpið, verður flutt á sumardaginn fyrsta fyrir ykkur öll sem misstuð af tónleikunum.

Svo fórum við heim til mín og stútuðum nokkrum rauðvínsflöskum til að fagna.

takk fyrir skemmtunina krakkar 🙂

ertekkjað DJÓKA ÍMÉR???????????

ertekkjað DJÓKA ÍMÉR???????????


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa