Ég var víst að lofa plöggi hérna áðan. Hér kemur:
Á þriðjudaginn kemur verða haldnir snilldartónleikar í Salnum í Kópavogi. Tveir af efnilegustu söngvurum landsins, ein tilnefning til tónlistarverðlauna þar að baki (mér fannst hann hafa átt að vinna, sko!) Hér eru nánari upplýsingar, en fyrir þá sem nenna ekki lengra koma helstu upplýsingar hér að neðan.
Hallveig ofursópran og Eyvi gullbarki ásamt Árna Heimi píanósnillingi halda tónleika með íslenskum sönglögum, allt frá Sigfúsi Einarssyni til undirritaðrar og Tryggva Baldvinssonar. Flott prógramm, brot af því besta – Pottþétt klassík 2005 eða eitthvað svoleiðis?
verið þar eða verið snar…
Nýlegar athugasemdir