Sarpur fyrir 10. apríl, 2005

Ég var víst að lofa plöggi hérna áðan. Hér kemur:…

Ég var víst að lofa plöggi hérna áðan. Hér kemur:

Á þriðjudaginn kemur verða haldnir snilldartónleikar í Salnum í Kópavogi. Tveir af efnilegustu söngvurum landsins, ein tilnefning til tónlistarverðlauna þar að baki (mér fannst hann hafa átt að vinna, sko!) Hér eru nánari upplýsingar, en fyrir þá sem nenna ekki lengra koma helstu upplýsingar hér að neðan.

Hallveig ofursópran og Eyvi gullbarki ásamt Árna Heimi píanósnillingi halda tónleika með íslenskum sönglögum, allt frá Sigfúsi Einarssyni til undirritaðrar og Tryggva Baldvinssonar. Flott prógramm, brot af því besta – Pottþétt klassík 2005 eða eitthvað svoleiðis?

verið þar eða verið snar…

fjári eru þetta annars góðir dúettar hjá mér :-)

fjári eru þetta annars góðir dúettar hjá mér 🙂

aaahhh, mikið er gott að fá svona algjöran letidag…

aaahhh, mikið er gott að fá svona algjöran letidag inn á milli. Bókstaflega ekkert búin að gera í dag nema lesa og borða. Drattaðist á fætur um þrjúleytið, þarf að fara með Freyju að spila á tónleikum klukkan 5 og svo rétt að kíkja á æfingu hjá Hallveigu, Eyva og Árna Heimi á eftir (hmm, letidagur?) Hlakka annars ekki smá til tónleikanna á þriðjudaginn. Nánara plögg í kvöld, ég er farin að lesa aftur.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa