Sarpur fyrir 9. apríl, 2005

jæja, afmæli lokið. Gekk bara fínt, um að gera að…

jæja, afmæli lokið. Gekk bara fínt, um að gera að moka öllum í sund og láta þær sprikla og hamast þar, þá verður þetta mun rólegra er heim kemur.

Kakan var fín, eins gott, maður! Það sást ekki einu sinni neitt að hún hefði fallið, kremið aðeins þykkara í miðjunni reyndar. Verst að ég veit ekki fyrir hverjum ég var að fela þetta, allt fullorðna liðið sem mætti í afmælið les bloggið mitt og ég búin að kjafta frá. Tja, nei, reyndar ekki tengdó, ókei.

ég ætla samt að kaupa mér nýja eldavél. Þessi fylgdi með þegar við keyptum íbúðina og hún var sko ekki ný þá heldur. Alveg kominn tími.

urr, súkkulaðikakan mín féll. Allt Birni Friðgeir…

urr, súkkulaðikakan mín féll. Allt Birni Friðgeiri að kenna 😉

nei annars, það er ofninn minn sem er sökudólgurinn. Ekki nokkur leið að stilla hitann almennilega, sveiflast upp og niður eins og ónefndar óperusöngkonur með skjálftavirkni í toppi. Þetta gerir útslagið, ný eldavél hér inn, ekki síðar en í haust. Langar í gas en það er trúlega of flókið hjá okkur.

kakan verður nú samt góð, ég sneið hana til og lyfti upp miðjunni. Nánari fréttir eftir afmæli.


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa