Sarpur fyrir 8. apríl, 2005

Fífa varð í þriðja sæti í upplestrarkeppninni í sí…

Fífa varð í þriðja sæti í upplestrarkeppninni í sínum skóla. Er varamaður í stóru keppninni. Mamman var ekki smá montin og með kökkinn í hálsinum í Austurbæjarskóla í dag 🙂 Svo er bara að finna einhvern bully úr 10. bekk til að ógna öðru hvoru hinna, svo hún komist nú pottþétt í aðalkeppnina 😀

sendi Jóni Lárusi SMS áðan, sagðist langa í bjór -…

sendi Jóni Lárusi SMS áðan, sagðist langa í bjór – hint hint, viltu fara að kaupa bjór ‘skan?

fékk prontó til baka: Búinn að kaupa.

ohhh, ég á bara besta mann í heimi 🙂

En við þurfum að vinna fyrir bjórnum, afmælisveislan hennar Freyju er klukkan hálftvö á morgun, íbúðin í rúst og við ekki farin að baka eina einustu köku. Klikkar reyndar með Sundhöllina, hún er víst lokuð á morgun. Verðum að selflytja krakkana í Vesturbæjarlaugina, vil frekar fara þangað heldur en í Laugardalinn, mun auðveldara að hafa yfirsýn yfir hóp af ormum vesturfrá.

Tékkaði ekki einu sinni á þessu með Sundhöllina, hún hefur stundum verið lokuð vegna sundmóta en síðan innilaugin í Laugum var tekin í notkun höfum við þóst vera örugg með Sundhöllina. En á morgun er víst dýfingakennsla þar. Vesen.

hann bróðir minn var að tala um bjánaganginn í sam…

hann bróðir minn var að tala um bjánaganginn í sambandi við söluna á símanum. Ég skrifaði heillangt komment á það og birti það bara líka hér.

hálfvitar

þetta eru hálfvitar

By definition svo gott að ríkið sé að losa sig úr þessum rekstri sem er í samkeppni og á þessvegna sjálfkrafa að vera einkarekinn. Ég hef aldrei skilið hvers vegna. (jú, hef heyrt að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart samkeppnisaðilum, en hey, þeir kusu sjálfir að stofna fyrirtækin sín). Líka það að einkaaðilar hljóti alltaf að reka hlutina betur og hagkvæmar heldur en opinberir.

sorrí, þetta á sums staðar við en alls ekki alls staðar. Skoðið lestirnar í Bretlandi til dæmis. Þetta er líka þvílíkt kjaftshögg í andlitið á þeim opinberu starfsmönnum sem stunda starf sitt af alúð og bestu getu, fullt af þeim út um allt. Og jafnvel þó þetta væri rétt, þá er ég bara alveg til í að borga aðeins hærri gjöld af símanotkun minni og að hagnaðurinn renni í sameiginlega sjóðinn heldur en að borga heldur minna til að fylla vasa einhverra fjármagnsmógúla út í bæ. Á líka eftir að sjá símareikninginn minn lækka eitthvað að ráði.

Það á allt að selja sem getur mögulega skilað hagnaði, svo situr ríkið uppi með heilbrigðis- og skólakerfið og við uppi með skattana.

bylting, það er það sem við þurfum…


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa