litla skotta átti níu ára afmæli í gær, haldið upp á það á laugardaginn, allar bekkjarsystur + vinkonur fyrst í sund og svo hingað heim í pizzu og ræskrispískökur. Alsæl. Fékk náttúrlega afmælisgjöfina frá okkur í gær, útvarp og geislaspilara. Getur loksins hætt að fá Fífu spilara lánaðan.
Fullt að gera hjá henni annars, spilar á tónleikum með hljómsveitinni sinni á sunnudaginn, sýning í jassballettflokknum á miðvikudaginn. Blómstrar.
0 Responses to “litla skotta átti níu ára afmæli í gær, haldið upp…”