Sarpur fyrir 7. apríl, 2005

Við gamla settið vorum með svið í matinn en krakka…

Við gamla settið vorum með svið í matinn en krakkarnir fengu pizzu.

Nei nei, það er ekki vaninn hér á bæ við áttum bara einn haus og honum var ekki skiptandi á milli 5 manns. Krakkarnir urðu reyndar ekkert fúl, það verður að viðurkennast, þó þau hefðu nú alveg látið sig hafa það að borða sviðin…

Finnur búinn að fá hádegisskammtinn af meðalinu, v…

Finnur búinn að fá hádegisskammtinn af meðalinu, verðlaunablandípokinn var að verða búinn þannig að ég fór í Drekann að kaupa meira. Rekst þar á uppáhalds nammið mitt, kolfell náttúrlega og nú sit ég og ét af verðlaununum barnsins. Ljóta mamman…

litla skotta átti níu ára afmæli í gær, haldið upp…

litla skotta átti níu ára afmæli í gær, haldið upp á það á laugardaginn, allar bekkjarsystur + vinkonur fyrst í sund og svo hingað heim í pizzu og ræskrispískökur. Alsæl. Fékk náttúrlega afmælisgjöfina frá okkur í gær, útvarp og geislaspilara. Getur loksins hætt að fá Fífu spilara lánaðan.

Fullt að gera hjá henni annars, spilar á tónleikum með hljómsveitinni sinni á sunnudaginn, sýning í jassballettflokknum á miðvikudaginn. Blómstrar.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa