Sarpur fyrir 4. apríl, 2005

frönsk músík á æfingunni í kvöld, Debussy (fallegu…

frönsk músík á æfingunni í kvöld, Debussy (fallegur og skemmtilegur) og Poulenc (hrmm, erfiður en kemur til) Veit ekki hvað hann var eiginlega að pæla á sumum stöðunum, línurnar gersamlega út í hött. Endalaus hopp upp og niður, stórfurðuleg tónbil. Eins gott að maður er fúllbefaren í Modus novus (einni andstyggilegustu tónheyrnarbók skrifaðri – hehe, ég er einmitt að pína Finnboga og Tótu með henni núna í tónheyrn 6. Finnbogi er reyndar að syngja með í þessu og ég held hann sé farinn að skilja mikilvægi æfinganna…

svona til að tala um eitthvað annað, við prófuðum …

svona til að tala um eitthvað annað, við prófuðum nýja uppskrift í gær, úr dönsku kellingablaði sem ég laumast til að kaupa. Ekki smá góð, sinnepssteiktar kjúklingabringur með indverskri sósu og steiktum eplabátum. Setti uppskriftina hérna ef einhver hefur áhuga.

Sé fram á það að þurfa að skjótast í leikskólann u…

Sé fram á það að þurfa að skjótast í leikskólann um miðjan dag alla þessa viku, til að gefa Finni meðalið sitt. Komnar einhverjar reglur sem segja að starfsfólk leikskólans megi alls ekki gefa börnunum meðul, veit ekki hvenær þær komu. Mig minnir endilega að Fífa hafi einhvern tímann þurft að fá meðal í leikskólanum og að það hafi ekki verið neitt mál. En það vill til að ég get alveg gert þetta, þarf ekki að skjótast úr vinnu eða neitt þannig, byrja aldrei að kenna fyrir klukkan 2.

lekur annars enn úr eyranu á honum, framhaldssagan orðin ansi löng (fer að verða hrædd um að fólk nenni engan veginn að fara inn á síðuna lengur, þetta er orðið svo leiðinlegt hjá mér…)


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa