Var að hlusta á hana Hildigunni frænku mína Halldó…

Var að hlusta á hana Hildigunni frænku mína Halldórsdóttur spila yfir prógrammið sitt, sem hún flytur á 15.15 tónleikum í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var (klukkan hvað? jú, 15.15, hehe) Hvet fólk til að mæta, flott prógramm og fínn flutningur hjá henni. Ekki skaðar að hún er að frumflytja eftir mig lítið verk, Rondo burlesco, tekur um 6 mínútur.

Hitt á efnisskránni er Telemann fantasía (hmm, var það Es-dúr? man ekki), Bach partíta í d-moll (þessi með stórkostlegu Chaconnunni), þessi tvö verk eru spiluð á barrokkfiðlu, síðan eftir hlé er mitt verk og svo Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson, ekkert smá magnað verk. Var skíthrædd um að litla verkið mitt yrði eins og krækiber í helvíti innan um þessa stórlaxa, en eiginlega er það bara ágætis brú frá barrokkinu yfir í Hafliða – eða það finnst mér 🙂

0 Responses to “Var að hlusta á hana Hildigunni frænku mína Halldó…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: