Sarpur fyrir nóvember, 2004Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í F…

Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í Fréttablaðinu í dag. Þar andskotast hann út í auglýsingar Vínbúðar um vínin með jólamatnum. Mér finnst svo sem allt í lagi að hvetja til þess að fólk sé ekki að fá sér í glas um jólin en þessi málsgrein satt að segja stuðaði mig svolítið: ,,Vel má vera að meining þessa ríkisfyrirtækis sé sú að veiða landann upp úr ,,sjeniversbrúsunum“ og sleppa þeim í léttvínsámurnar í staðinn, í þeirri heimskulegu trú að slíkt sé til einhverra verulegra bóta. En reynslan sýnir að léttvín með mat er viðbót við sterkt vín fyrir og eftir mat; fæstir nema fársjúkir setja í sig ,,sjeniver“ með mat. Þess vegna er það létta kærkomið þeim sem geta ekki haft á sér hemil“

Speak for yourself, kæri prestur. Við léttvínsdrykkjufólk erum ekki öll bara að bæta rauð- hvít- og freyðivíninu við brennivínsþambið klukkan 6 og 9. Mér finnst reyndar líklegast að við hér heima fáum okkur jólaöl og appelsín með jólasteikinni, en þó við skiptum á milli okkar einni rauðvínsflösku efast ég um að börnin okkar biðu skaða á sál sinni.

Auglýsingar

Já, svo er það náttúrlega Skúli í Ædollunni í kvöl…

Já, svo er það náttúrlega Skúli í Ædollunni í kvöld

tojtoj, Skúli, halda ekki annars allir með honum 😉 Verst að vera ekki með stöð 2. Og Ragnheiður vinkona í útlöndum þannig að ég get ekki farið þangað í heimsókn til að horfa. Hmm. Hver er með stöð 2 og vill fá mig og krakkana í heimsókn?

Ekki sýnist mér ég komist á Miracle í kvöld :-( E…

Ekki sýnist mér ég komist á Miracle í kvöld 😦 Eins og það hefði nú verið frábært. Eitthvað ógurlegt vinnupartídæmi hjá bóndanum, hálfgerð skyldumæting, viðskiptavinum boðið. Erum svo að fara út annað kvöld og mér er eiginlega svolítið illa við að vera í burtu frá krökkunum tvö kvöld í röð, svona ef ég kemst hjá því.

mikið þreyttur núna, ekki veit ég hvers vegna. Lé…

mikið þreyttur núna, ekki veit ég hvers vegna. Léttur og löðurmannlegur dagur, unnið smá í morgun, sungið við eina jarðarför, jú svo fimmtudagsskutlið venjulega og farið í ræktina, út að versla líka, sækja Fífu í kór, heim, elda, stutt æfing fyrir tónleikana á sunnudaginn.

Hvernig væri ég eiginlega ef ég hefði líka verið að kenna í dag? úff!

Kisa kom með upp á leikskóla eina ferðina enn. Á …

Kisa kom með upp á leikskóla eina ferðina enn. Á leiðinni til baka spurði Eysteinn í Krambúðinni hvort þetta væri minn hundur!

nú nálgast óðum 40000 á teljaranum. (Björn, banna…

nú nálgast óðum 40000 á teljaranum. (Björn, bannað að ýta á refresh 😉 Ekki að vita nema séu verðlaun í boði fyrir fjörutíuþúsundasta (fertugþúsundasta) innlit á síðuna.

Búið að leggja inn breiðband hjá okkur, svo er að …

Búið að leggja inn breiðband hjá okkur, svo er að sjá hvort við höfum áhuga á að tengjast því. Ætli Síminn sé enn með þessa pakka? Mig langar í dönsku stöðvarnar, Discovery, BBC Food og krakkana langar í Cartoon Network, síðast þegar ég vissi var þetta allt saman sitt í hvorum pakkanum. Einhverjir kvörtuðu undan því að Skjár 1 hyrfi en við sjáum hann hvort sem er ekki þannig að það breytir svo sem engu. Hmmm.


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar