Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í F…

Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í Fréttablaðinu í dag. Þar andskotast hann út í auglýsingar Vínbúðar um vínin með jólamatnum. Mér finnst svo sem allt í lagi að hvetja til þess að fólk sé ekki að fá sér í glas um jólin en þessi málsgrein satt að segja stuðaði mig svolítið: ,,Vel má vera að meining þessa ríkisfyrirtækis sé sú að veiða landann upp úr ,,sjeniversbrúsunum“ og sleppa þeim í léttvínsámurnar í staðinn, í þeirri heimskulegu trú að slíkt sé til einhverra verulegra bóta. En reynslan sýnir að léttvín með mat er viðbót við sterkt vín fyrir og eftir mat; fæstir nema fársjúkir setja í sig ,,sjeniver“ með mat. Þess vegna er það létta kærkomið þeim sem geta ekki haft á sér hemil“

Speak for yourself, kæri prestur. Við léttvínsdrykkjufólk erum ekki öll bara að bæta rauð- hvít- og freyðivíninu við brennivínsþambið klukkan 6 og 9. Mér finnst reyndar líklegast að við hér heima fáum okkur jólaöl og appelsín með jólasteikinni, en þó við skiptum á milli okkar einni rauðvínsflösku efast ég um að börnin okkar biðu skaða á sál sinni.

0 Responses to “Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í F…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.762 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: