Sarpur fyrir 20. október, 2004

skipti á Daníel Bjarnasyni og Daníel Frey á tengla…

skipti á Daníel Bjarnasyni og Daníel Frey á tenglalistanum mínum, minn Danni ekki skrifað síðan fyrsta apríl en Daníel Freyr hörkubloggari.

Hef fengið athugasemd þess efnis að kommentakerfið…

Hef fengið athugasemd þess efnis að kommentakerfið mitt virki ekki nógu vel, frjósi þegar reynt sé að kommenta. Hafi fleiri lent í þessu, látið mig endilega vita í kommentakerfinu 😉

eða kannski bara senda póst á mig hér

Hlustaði á gagnrýni Halldórs Haukssonar í Víðsjá á…

Hlustaði á gagnrýni Halldórs Haukssonar í Víðsjá áðan (á ruv.is, sko) hann var að tala um Sweeney, meðal annars. Fannst sýningin mjög flott og vel heppnuð, en líkt og músíksnobbarakollegi hans á Fréttó setti hann spurningamerki við verkefnavalið. Þó ekki eins, hann fordæmdi þetta ekkert sem siðlaust jukk eins og hinn, margtók fram að þetta væri skemmtileg og frábær sýning. Hann hefði hins vegar viljað sjá Wozzeck eftir Alban Berg, en láta söngleikjasýnendum öðrum eftir Sweeney.

Tvær athugasemdir get ég gert við þetta. Sweeney er ég ekki viss um að nyti sín eins vel með söngleikjaröddum, ég held að í þessi hlutverk þurfi lærðar raddir, þrátt fyrir að það sé söngleikjabragur að tónlistinni eru hlutverkin mjög greinilega ætluð óperuröddum.

og Halldór… WOZZECK?

hljómsveitin í Wozzeck er nærri hundrað manns. Ekki fræðilegur að setja hana upp í Gamla bíói, sama hvernig maður reyndi. Ég væri sannarlega til í að fara að sjá hana, ekkert smá flott músík. Og nei, það er ekki til útgáfa fyrir minni hljómsveit, því miður. Þetta stórvirki verður ekki sett upp hér fyrr en Björgólfur fer að dæmi Mærsk McKinney Møller og gefur okkur eitt stykki óperuhús…

Hananú, kom að því. Hósta- og hálsbólgustuðull or…

Hananú, kom að því. Hósta- og hálsbólgustuðull orðinn of hár. Nú verð ég heima í dag. Sit við tölvuna í náttfötum, ullarsokkum og flíspeysu með sítrónute. Og vorkennið mér nú 😉

Ekki tekst mér að vera veik, hvað sem ég reyni! …

Ekki tekst mér að vera veik, hvað sem ég reyni!

Of samviskusöm til að sleppa vinnunni. Ætlaði að borga fyrir það með því að skrópa á hljómsveitaræfingu í kvöld. Sit á fremsta púlti í fyrstu fiðlu. Hringi í konsertmeistarann til að biðja hana að skila því að ég sé lasin. Þá var hún hundveik, lá í rúminu og drakk engiferte (OJJJ). Semsagt veikari en ég. Engiferte fer ekki inn um mínar varir. Þannig að ég harka af mér og dríf mig á æfingu. Ekki það, ég hafði gott af því, frétti hluti sem ég þurfti að frétta og kom af mér hlutum sem ég þurfti að koma af mér, fyrir utan að það er svolítið mál að spila þetta prógramm, endalaus rúbató og fermötur (arghh!)

Sitthvað hefur maður á samviskunni, líka! Ég ákvað að láta hljómsveitina spila Flugeldasvítuna eftir Händel á jólatónleikum. Nema hvað, í Flugeldasvítuna þarf pikkólótrompet. Hann Jón, fyrsti trompet hjá okkur varð þetta litla spenntur, velti fyrir sér hvar hann gæti fengið lánaðan góðan pikkóló, komst að því að um þetta leyti árs væri það borin von, þannig að hann pantaði sér rándýrt hljóðfæri. Er nú á leiðinni frá Japan með DHL…


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

október 2004
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa