Sarpur fyrir 11. október, 2004

Finnur og Nanna

bestu leikskólavinirnir!

Finnur er ekki alltaf sá auðveldasti, hann er yndislegur, en þrjóskur. Maður þarf að kunna á hann. Við erum orðin nokkuð flink, leikskólakennararnir/leiðbeinendurnir líka. Kunna að notfæra sér allt sem þau þurfa, meðal annars Nönnu. Allir kallaðir inn að borða. Finnur: Ég vil ekki borða. Leikskólakennari: Nanna mín, farðu nú til Finns og segðu honum að koma inn að borða. Nanna: Finnur, komdu inn að borða. Finnur: Já já! Þau leiðast inn. End of story!

sætt?


Finnur og Nanna
Originally uploaded by hildigunnur.

laaaangur daaaagur! Vaknaði fyrir allar aldir (…

laaaangur daaaagur!

Vaknaði fyrir allar aldir (les kortér fyrir 7), upp á bloggrúntinn og myndasögurnar, síðan vinna. Finnur þurfti að fá morgunmat og smástund í tölvuna fyrir leikskóla (maður kann á sinn mann, sko), köttsa með í leikskólalabbitúr. Heim aftur, reka Freyju úr tölvunni, hamast á hljómborðinu og Finale fram að hádegi eða svo, undirbúa kennslu, hjálpa Fífu að æfa sig, kenna frá 3-7, bruna í Blómaval og kaupa ferska salvíu (sem fannst síðan ekkert bragð að í matnum – amk ekki þekkjanlegt), sækja Fífu á hljómsveitaræfingu, heim, Jón Lárus heima í vondu skapi. Það þarf ótrúlega mikið til að koma til að hann sé í vondu skapi, en það tókst í dag, pannan brenndi sig fasta við plastpoka, engin salvía til (hence the Blómavalsferð), Finnur eiturpirraður og Freyja sífrandi. Úff. Tók loforð af Fífu og Freyju að vera góðar við pabba meðan ég færi á kóræfingu. Rauk út kortér fyrir 8, tveir kórfélagar í Njálsgötu-Breiðholtsstrætó með viðkomu í Skipholti, kóræfing, æfðir kaflar úr Messíasi, nýtt verk eftir Kjartan Ólafsson og snert á einum kafla úr Voices of Light. Kjartan raddbrjótur, mér illt í hálsinum. Gerist næstum því ALDREI. Farþegunum í Breiðholtskirkju-Njálsgötustrætó fjölgaði um tvo á leiðinni til baka. Nú viðkoma í Skipholti, á Brekkustíg og Garðastræti, lox heim.

rauðvín, blogg!

Sweeney Todd fær hina fínustu dóma í mogga í dag! …

Sweeney Todd fær hina fínustu dóma í mogga í dag! Hlakka ekkert smá til að fara á sýninguna á föstudaginn 🙂 Þorbjörn bróðir fær meðal annars dóminn: Þorbjörn Rúnarsson var feiknagóður í hlutverki Assessorsins, og skapaði í litlu hlutverki sínu heilsteyptan karakter. Ekki sem verst! Langflestir dómarnir eru í stíl við þetta!

Fáið pottþétt úttekt á laugardaginn, promise.

Litla gleraugnadyrid!

Eins og sjá má fann ég myndavélarsnúruna, hafði gengið frá henni á einum af þessum góðu stöðum sem maður finnur venjulega ekki aftur.

Finnur er ógurlega duglegur að vera með gleraugun sín, held hann sé búinn að ná því hvað hann sér mikið betur með þeim. Verður samt þreyttur með þau, greyið, fær að taka þau af sér á kvöldin. Fyrsta kvöldið spurði hann hvort hann þyrfti nokkuð að sofa með þau…


Litla gleraugnadyrid!
Originally uploaded by hildigunnur.

bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

október 2004
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa