Sarpur fyrir 9. október, 2004

Aumingjaskapurinn í manni! Fórum í matarklúbb, …

Aumingjaskapurinn í manni!

Fórum í matarklúbb, elsta af þremur, vinir Jóns Lárusar frá í MH. Mikið hrikalega er maður orðinn slappur. allir orðnir dauðþreyttir og geispandi klukkan kortér yfir ellefu. Ojjbara. Aldurinn að segja til sín? Fengum far með bandaríska sendiherrabílstjóranum/lífverðinum í bæinn.

Ekki einu sinni vandamálið að það væri ekki gaman, ónei. Kannski vegna þess að í mann var dælt fyrst fullt af bjór, þá fullt af mat og fullt af hvítvíni. Úff. Mig langar amk mest bara að hrynja í rúmið!

Leitar huggunar í því að maður hélt út til klukkan fjögur um daginn. Ekki fullkomlega dauður úr öllum…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

október 2004
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa