Sarpur fyrir 7. október, 2004

Ógyssla gaman á tónleikum. Aldrei heyrt þessa rús…

Ógyssla gaman á tónleikum. Aldrei heyrt þessa rússnesku jarðarfarartónlist eftir Britten, bara brass og slagverk, mjög flott. Kindertotenlieder og Óli Kjartan klikkuðu ekki (Tóta, ætlaðir þú ekki að lána mér diskinn með hljómsveitarútgáfunni?) en hápunkturinn var nú samt Sjostakóvitsj. Fékk 50% afsláttarmiða á tuttugastaogsjötta bekk fyrir okkur Fífu, en spottaði þessi fínu auðu sæti á aftasta bekk fyrir framan gang, færðum okkur þangað eftir hlé. Sjosti var sem sagt beint í æð, bæði lætin og þetta örveika og fíngerða. Var eiturpirruð á hryglukenndum hóstara á bak við mig, sá síðan eftir tónleikana að viðkomandi vantaði svolítið í efri deildina, þannig að ég hætti við að kyrkja hann 😉 Hann var svo sem ekkert sá eini, reyndar, næ ekki hvers vegna fólk reynir ekki að takmarka hóstann við háværu kaflana og hættir að trufla öll örveiku flottu mómentin! Fífu fannst líka mjög gaman, best að finna diskinn með sinfóníunni fyrir hana.

skutl.is í dag. fram og til baka úr reykjavík í…

skutl.is í dag.

fram og til baka úr reykjavík í kópavog í reykjavík í kópavog og til baka til reykjavíkur. enn meira en á venjulegum fimmtudögum. stefni svo á sinfóníutónleika í kvöld, tvö af mínum uppáhalds verkum á efnisskrá, kindertotenlieder eftir mahler og svo 5. sinfónía sjostakóvitsj. snilld. fífa kemur með.

hmmm

ég er að verða pirruð á þessu sjálfskipaða hástafaleysi. kannski maður fari að snúa við blaðinu?


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

október 2004
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa