freyja enn komin með eyrnabólgu, lekur úr hægra ey…

freyja enn komin með eyrnabólgu, lekur úr hægra eyra. nú gefst ég upp á þrjóskunni og fer til hómópata. getur amk ekki skaðað. þetta er endalaust hjá henni, greyinu. heyrt of margar sögur um horfnar krónískar eyrnabólgur og lungnabólgur og þannig lagað.

ég er skelfilegur skeptíker á allt svona samt.

fífa komin upp í gradualekórinn úr undirbúningsdeildinni, snilld. enda kom hún ljómandi eins og sól af æfingunni í gærkvöldi, loxins virkilega gaman í kór. ekki það að það hafi ekki verið gaman í fyrra en nú hefur hún eitthvað að kljást við. freka mamman fór á þriðjudaginn eftir æfingu og spurði hvort ekki stæði til að flytja hana upp, hún væri alveg tilbúin í erfiðari verkefni. jónsi sagðist alveg vita það, en hann var hikandi með að taka svona unga krakka inn út af erfiðri ferð sem þau væru að fara næsta sumar, til spánar. hafa víst oft lent í því að krakkar fái ógurlega heimþrá og gráti eftir mömmum sínum þegar pressan verður of mikil. fífa er hins vegar mjög sjálfstæð og hefur farið á foreldralaus námskeið, reyndar ekki í útlöndum en samt erfið og krefjandi (allt hjá lilju hjaltadóttur, fyrrverandi fiðlukennararnum hennar er erfitt og krefjandi, sko!)

0 Responses to “freyja enn komin með eyrnabólgu, lekur úr hægra ey…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.788 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: