jæja þá. þrefalda teitið okkar búið, ofurammli …

jæja þá.

þrefalda teitið okkar búið, ofurammli í gærkvöldi, 80 nöfn í gestabókinni, örugglega einhverjir gleymt að skrifa líka. heppnaðist afskaplega vel. ætluðum að kaupa einhverjar veitingar og gera restina sjálf, endaði á því að við keyptum ekki neitt, mamma og pabbi, tengdamamma/pabbi og systur okkar jóns boðin og búin að hjálpa okkur. eigin lagnir í rauða drykknum, langbesta vínið okkar hingaðtil, ekki spor heimabruggsbragð, mmm! bjórinn var dýrastur, keyptum 8 1/2 kassa af krusoviçe, ekki smá góður bjór

fengum lánaðan gjeeeðveikan kókkæli hjá svila mínum, alvöru kistil frá miðri síðustu öld. vorum reyndar smá stressuð með hann, kunnum ekki við annað en að breiða yfir hann (það sést sko inn í salinn frá gangi), þvílíkt eftirsóttir þessir kistlar, einu sinni reyndi einhver gaukur hjá kók að stela kælinum, meira að segja, eftir að svilinn neitaði að selja hann. að sjálfsögðu settum við kók í litlum glerflöskum ofan í hann, annað hefði verið þvílíkt stílbrot. ókei, bjórinn fékk að fljóta með ofan í.

ein ræða (lofræða um undirritaða) og tvö músíkatriði, fjölskyldukórinn og svo hinn kórinn sem var einu sinni fjölskyldukórinn minn en er hættur að vera það núna. ég fékk ekkert að syngja með, það er súrt. mikið meira gaman að syngja með en hlusta. reyndar var kafli í einu laginu hummaður og þá laumaðist ég að syngja með, hehe!

síðustu þrír dagar hafa ekki verið neitt smá þéttraðaðir, endalausar reddingar fyrir eina svona veislu. helga vinkona okkar bauðst til að hjálpa okkur að skreyta, það kom ekkert voða illa út heldur. allt í kremuðu og limegrænu. nú verð ég alltaf að skreyta allt í læmgrænu, keypti svo mikið skreytidót í litnum, kertastjaka ossoleis. humm, hefði kannski verið gáfulegra að skreyta í fjólubláu.

eitt finnst mér samt skrítið. við vorum með boðið í SEM salnum, á sléttuvegi. á föstudaginn, þegar ég fer að sækja lyklana og ganga frá greiðslu segir umsjónarkonan svona eins og í framhjáhlaupi: „já, og svo veistu að salurinn er bara leigður út til klukkan eitt“ HAAA? segi ég, nei, það vissi ég nefnilega ekki neitt um. var ekki nefnt við manninn minn þegar hann pantaði salinn. hún: „hann hefur þá ekkert spurt að því“ ég: „hvernig á manni að detta í hug að spyrja að því?“ sko, ég skil þetta ákvæði í sjálfu sér mjög vel, þetta er efsta hæðin í íbúðablokk og ekki nema eðlilegt að það séu ekki partí með músík og látum fram á miðjar nætur. hins vegar þegar eru einhverjir annmarkar á leigu á svona sal get ég ekki skilið annað en að leigusali hljóti að taka það fram af sjálfsdáðum. við hefðum nokkuð örugglega ekki leigt salinn hefðum við vitað af þessu.

kom reyndar ekki að sök, langflestir voru að tínast í burtu milli tólf og eitt, restina tókum við með okkur heim og héldum áfram. ekki margir, en gaman samt. fyrrnefndur svili hóaði í gutta sem vinna fyrir hann og fékk þá til að sækja okkur á sléttuveginn og skutla heim til okkar á chevrolet suburban sem hann á, limo týpa, svona fbi bíll. lúxusinn, maður minn! dvd spilari, skjárinn rennur niður úr loftinu, þráðlaus heyrnartól, kremuð leðursæti, ekki nema tvö á breiddina, ekkert verið að troða eins mörgum sætum og hægt er. dökkar hliðarrúður, júneimit. mig laaaanngaaar í þennan bíl. bara fimm millur.

ég fattaði hins vegar hvers vegna ég hef aldrei getað horft á friends. ég nefnilega þoli ekki dósahlátur. grænar ferkantaðar bólur milli tánna.

hvað á það fyrirbæri líka eiginlega að þýða? eru brandararnir ekki nægilega fyndnir til að maður fatti þá sjálfur og fari að hlæja? ef þarf að segja fólki hvenær það á að hlæja hlýtur það að þýða að framleiðendur vantreysti húmornum sjálfir.

dagurinn í dag fór í a) þynnku, b) frágang c) borða afganga d) fundur með söguhöfundi jólasögunnar, e) drekka flöskurnar sem var búið að opna en ekki drekka í gær, f) blogga. ókei, e og f samhliða. best að snúa sér að e aftur.

0 Responses to “jæja þá. þrefalda teitið okkar búið, ofurammli …”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.761 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: