Sarpur fyrir ágúst, 2004jæja, þá er ég búin að fá flöskuna sem ég keypti á…

jæja, þá er ég búin að fá flöskuna sem ég keypti á uppboðinu á menningarnótt. hún er alveg tilbúin, þannig að nú er bara að finna eitthvert gott tilefni!

snilld, snilld.

stóra púsluspil í dag vona það gangi vel, fífa …

stóra púsluspil í dag

vona það gangi vel, fífa er að fara í fyrsta fiðlutímann hjá nýjum kennara í dag og ég vildi svo gjarnan fylgja henni. sif kennir heima hjá sér og fífa er smá stressuð að finna staðinn og banka upp á hjá einhverjum sem hún hefur bara hitt einu sinni. skiljanlegt. hallveig verður reyndar með mér að raða og ef við verðum ekki búnar að rúlla þessu upp klukkan fyrir þrjú, getur hún kannski klárað…

en fyrst kennarafundur í suz, verður nú bara gaman að hitta fólkið, flesta hefur maður ekki séð síðan í london. líka alltaf svo fínar veitingar á kennarafundum, ómældar snittur, mmm!

snilldarkvöld í gær, gestirnir stóðu vel undir lýs…

snilldarkvöld í gær, gestirnir stóðu vel undir lýsingunni hjá mér. dagurinn síðan verið iiindæll, meira að segja sólbaðsveður á pallinum síðdegis, ísferð með ungana, frábært.

ekki á morgun heldur hinn fáum við gesti, tveir guttar úr philadelphia boys choir koma hingað og gista tvær nætur, drengjakór reykjavíkur er að taka á móti þeim og þar sem drengirnir þar eru eitthvað færri en 30 en gestirnir um áttatíu þurfti að fá vini og vandamenn kórfélaga til að redda gistingu líka. þessir tveir sem koma hér eru tólf og þrettán ára, vonandi skemmtilegir. fífa og rakel vinkona hennar ætla að sjá um þá á þriðjudagskvöldinu. spennandi.

jæja, við jón, finnbogi og eyvi, ásamt börnum og k…

jæja, við jón, finnbogi og eyvi, ásamt börnum og ketti búin að slátra fullt af reyktum laxi á klettasalati, kálfi parmiggiano og créme brulée, mmm! krakkar farnir að sofa ööö, nei, þau eru niðri að horfa á pétur pan. kannski maður fari að slökkva á varpinu! ein vinkona að gista, var verulega spennt fyrir créme bruléinu en var svo ekki hrifin af hörðu skorpunni þegar til kom, talandi um perlur fyrir svín! vanillubúðingurinn rauk nú tiltölulega auðveldlega niður

best að koma sér til baka í partíið, bless í bili 🙂

eyvi og finnbogi eru að koma í mat, það verður öru…

eyvi og finnbogi eru að koma í mat, það verður örugglega gaman að gefa þeim að borða, annáluð átvögl báðir tveir 😉

er að hlusta á voices of light, stykkið sem við ei…

er að hlusta á voices of light, stykkið sem við eigum að syngja með sinfó, þann 11 nóv. ekkert smá flott, ég hlakka þvílíkt til að fara að vinna það. ekkert af því er neitt mega erfitt þannig að ég hugsa að við þurfum ekki að byrja á því alveg strax, en það er það langt að það verður töluverð vinna við það. en vá hvað ég hlakka til að byrja að æfa það með hljómsveitinni!

mér sýnast jólatónleikarnir okkar verða af bandarísku sortinni, jinga ling dæmið, gaman að því, svona til tilbreytingar. best að bjóða benna (stjórnanda í tímabundnu fríi) á tónleikana, held hann verði á landinu þá 🙂

flugeldasýningin á menningarnótt var alveg flott e…

flugeldasýningin á menningarnótt var alveg flott eins og hún á vanda til, en eins og erna segir hjá sér, var hún meira tilviljanakennd heldur en hönnuð.

ég sá einu sinni flugeldasýningu sem hlýtur að hafa verið hönnuð og útfærð af algjörum snillingi. þetta var úti á lignano, og ég var að mig minnir 12 ára. þar komu á himin myndir af blómum og höllum og dýrum, allslags þannig. alltaf þegar ég sé flugeldasýningar, svona við upphöf ólympíuleika og þannig er ég að bíða eftir einhverju þvílíku, en þetta eru bara alltaf sömu búmmin hingað og þangað um loftið. hélt að ég hefði bara ímyndað mér þetta og fór að tala um það við pabba um daginn. nema hvað, hann mundi bara líka vel eftir þessu og hafði oft hugsað það sama (líka að hann hefði trúlega misminnt þetta allt saman)

þetta er sem sagt hægt. og úr því að þetta var hægt þarna fyrir, humm, tja, 28 árum, ætti það að ganga núna, með öllum þessum tölvustýri- og kveikibúnaði!


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa