ojjj hvað veðrið er leiðinlegt! og við sem erum að fara út úr bænum. haustveður dauðans
uss, það verður samt gaman hjá okkur. keyrum til hafnar í kvöld, troðum okkur í þriggja manna herbergi á edduhótelinu, brunum svo til egilsstaða eftir morgunmat í fyrramálið. búin að fá bræður okkar jóns til að passa húsið og köttinn, kisugreyið er svo mannelsk að þó þau hér í bakhúsinu hafi alveg viljað gefa henni og hleypa út og svoleiðis, líður mér betur að hafa einhvern í húsinu hjá henni. alveg fyrir utan hvað er nú öruggara að hafa einhvern búandi hérna meðan við erum í burtu.
jæja, farin að steikja kjúklingaleggi í nesti fyrir kvöldið, hef aldrei steikt kjúkling klukkan fyrir níu að morgni áður. sneðugt.
0 Responses to “ojjj hvað veðrið er leiðinlegt! og við sem erum a…”