Sarpur fyrir 23. júní, 2004

og það fór eins og við vildum það færi, hér á heim…

og það fór eins og við vildum það færi, hér á heimilinu. jón lárus að rúlla upp báðum veðmálunum sem hann tekur þátt í. spáði að þjóðverjar og ítalir dyttu út í riðlakeppninni, ekki margir sem spáðu því, hehe!

Auglýsingar

við nokkur vel tæplega á besta aldri erum búin að …

við nokkur vel tæplega á besta aldri erum búin að skemmta okkur konunglega á síðunni hennar þórdísar í dag, nostalgía dauðans á ferðinni. viðvörun, ef þið eruð yngri en þrítug eigið þið ekki eftir að skilja bofs í upptalningunni!

og þá er að halda stöðunni, jafntefli þýskaland/té…

og þá er að halda stöðunni, jafntefli þýskaland/tékkland og hollendingar vinna litháa, þá fara hollendingar og tékkar áfram

krosslagðir fingur hér 🙂

smá pása frá málningu; það rignir, sko! ekki mjög…

smá pása frá málningu; það rignir, sko! ekki mjög mikið reyndar, en erfitt að finna stað fyrir málningardollurnar þannig að ekki rigni ofan í þær. við annars búin með alla glugga og hurðir á tveimur hliðum hússins og hluta af einni enn, hreint ekki slæmt. reyndar bara fyrri umferð…

skruppum með stelpurnar á hamborgarabúllu tómasar í hádeginu, tær snilld. nó nonsens borgarar, franskar og kók, engin gráðostasósa eða guacamole eða neitt, bara feikigóðir gamaldags borgarar í passlega sjabbí umhverfi, matseðlarnir handskrifaðir og heftaðir upp á vegg. emmsé dónalds og börgerking, eat yr hearts out, þið eruð slegnir langt út af kortinu 🙂


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar