Sarpur fyrir 22. júní, 2004

jahá! samkvæmt veðurkortinu á rúv áðan var 56° hi…

jahá! samkvæmt veðurkortinu á rúv áðan var 56° hiti á spænsku rivieru áðan, glæhætan! er það ekki hæsti hiti sem hefur mælst á jörðinni? hlýtur að hafa átt að vera 36, sem, nóta bene er feikinógu heitt!

vælið annars í íþróttafréttamönnunum! þetta bara lítur ekki nógu vel út með ítalíu, spán og þýskaland, england líka, á sínum tíma. hvernig stendur eiginlega á því að íþróttafréttamenn rúv amk halda svona augljóslega með „sterku“ frægu þjóðunum? spyr sá er ekki veit!

Auglýsingar

vá, þreytt! ekkert úthald. ókei, finnur vaknaði …

vá, þreytt! ekkert úthald. ókei, finnur vaknaði í nótt og ég ætlaði aldrei að sofna aftur, en fékk reyndar að sofa til hálftíu í staðinn, síðan upp að væflast góða stund, var komin í vinnugallann og á leið út að pússa þegar síminn pípti á mig, átti tíma í klippingu. snilld þessi skipuleggjari í símanum, ég hef aldrei getað vanið mig á að nota dagbók en græjufríkið ég nottla glöð hverju tækifæri til að fikta aðeins í símanum 🙂

sundnámskeiðið með freyju eftir hádegið, synti 600 m. voða stolt. þá fiskbúð og stóra ljóta musteri peninga til að fara í þessa búð

þá loxins heim til að pússa og mála, en líka búin að vera að því í 3 tíma samfleytt. húsið okkar verður enn flottara 🙂

nú grilla hlýra, held það sé uppáhalds fiskurinn minn. keypti hvítvín með, mmm!

og sá hjartahlýi með tengil, lítið lagst fyrir naf…

og sá hjartahlýi með tengil, lítið lagst fyrir nafnleysingjabannið hjá mér. hann skemmtilegur 🙂


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar