Sarpur fyrir 20. júní, 2004

fín æfing í kvöld, þótt stjórnandinn væri ekki mæt…

fín æfing í kvöld, þótt stjórnandinn væri ekki mættur, verður enn skemmtilegra næst, þá kemur hann aftur 🙂 á þriðjudaginn í næstu viku (29. júní) förum við upp í skálholt og æfum alla vikuna. einn af hápunktum ársins. serious music making. troðum okkur í húsin, var orðin hrædd um að ég væri búin að ofmanna, höfum bara 23 svefnpláss, 23 í kórnum + orgel + slagverk, 2 í kór gista ekki. leit út fyrir að vera í lagi þartil ég uppgötvaði að það stemmdi ekki með kynjaskiptingu í hópnum. þá hringir ein úr 2. sópran í mig, ógurlega skömmustuleg og segist ekki geta verið með. lá við að ég segði: gott að losna við þig 😉 en það sagði ég nú ekki, enda er það náttúrlega alls ekki, en þetta leysti gistingarvandamálið án þess að verða að stóru vandamáli á annan hátt, er með 3 aðra 2. sóprana.

erum búin að læra mjög mikið af efninu, þannig að það verður góður tími fyrir pottinn og bjórinn, vúhú!

Auglýsingar

ættarmót á ölfusvatni, messa á úlfljótsvatni, fjöl…

ættarmót á ölfusvatni, messa á úlfljótsvatni, fjölskyldukórinn söng, kirkjan pínulítil og troðfull, náttúrlega, freyju leiddist í messu en hélt hana þó út, hins vegar flúið út með finn yfir prédikuninni. þá brunað á ölfusvatn, þar sátu forfeður okkar. skoðuðum gamla bæjarstæðið, megaflottur hlaðinn brunnur, blótsteinn, hofstaður, mýri sem heitir kringlumýri, kringlan á vitlausum stað, greinilega! kaffiborð á við meðal fermingarveislu, náttúrlega, en eins gott að veðrið lék við okkur, hægt að sitja úti í sólinni, annars hefði verið þokkalega þröngt í skúrnum sem við fengum inni í, tala nú ekki um ef hefði verið rigning.


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar