Sarpur fyrir 14. júní, 2004

danir stóðu sig vel í dag, að standa uppi í hárinu…

danir stóðu sig vel í dag, að standa uppi í hárinu á ítölunum. horfði meira að segja á brot af leiknum 😉 áfram danir!

freyja byrjuð á sundnámskeiði, skotta með hárið un…

freyja byrjuð á sundnámskeiði, skotta með hárið undir sundhettu og tappa í eyrum. tapparnir vilja náttúrlega detta út, vona að eyrun verði í lagi. súra eyrnabólga 😦 en snilld að fara í sund á hverjum morgni, synda hálfan kílómetra og slaka sér svo ofan í pott. árbæjarlaug rokkar. hefðum getað farið í sundhöllina en bæði er það inni og svo hefði verið svo ansi hreint auðvelt að senda barnið bara sjálft af stað og sleppa sundsprettinum sjálf.

jón lárus byrjar í fríi á morgun, stendur til að mála gluggana, ekki veitir af. létum þá vera þegar húsið var málað, fyrir 5 árum, kominn tími á þá. verst að spáin er ekki nógu góð. dæmigert, búið að vera þurrt og hlýtt síðustu 2 vikur en þegar á að fara að mála…

annars er verið að leggja gangstétt, frrrábært!


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa