Sarpur fyrir 12. júní, 2004

fimm og hálfur klukkutími af fótbolta í sjónvarpin…

fimm og hálfur klukkutími af fótbolta í sjónvarpinu í dag!!!

mikið er ég heppin að horfa næstum aldrei á sjónvarpið, annars yrði ég BRJÁLUÐ. og svona verður þetta (amk næstum því svona) næstu 3 vikur. grrrr. fótboltamafían alveg fáránlega öflug. ég er harður fylgismaður ríkisstöðva og afnotagjalda, það eru þessi tilvik sem fá mig til að efast.

garðdagur í dag, við brunuðum í blómaval og keyptu…

garðdagur í dag, við brunuðum í blómaval og keyptum fullt af sumarblómum, fjólur, skrautnál, tóbakshorn og svo einhverja klukku sem ég man ekki nafnið á. ekki allt til í blómavali sem við ætluðum að fá þannig að við skutumst upp í garðheima. þar fengum við það sem á vantaði og með betri kaupaukum ever, þar var nefnilega vínkynning frá ölgerðinni, öll vín sem þeir flytja inn, slatti af kassavínum en líka rosemount og svo hörkugóð spænsk vín. maður bara dauðsá eftir að vera á bílnum. jón lárus heppinn að ég var að keyra 😉 svei mér þá ef þetta var ekki skemmtilegasta blómabúðarferð sem ég hef farið…

nú er búið að pota niður blómum og kryddjurtum í ker og beð, til stendur að grilla nautakjöt í „blíðunni“ og horfa svo á fótboltann. jón og fífa fótboltafön, ekki við hin. grikkir skora fyrsta markið í þessum skrifuðum orðum. áfram grikkir í hlykkjum og skrykkjum.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa