Sarpur fyrir 11. júní, 2004

matur hjá mömmu í kvöld, snilldarlax með valhnetum…

matur hjá mömmu í kvöld, snilldarlax með valhnetum og camembert, mmm. kisa mun hressari þegar við komum heim, ég var með smá móral að skilja hana eftir svona þjáða, en hún var svosem búin að fela sig inni í skáp og vildi greinilega frið.

fínn taðgarðsþáttur í kvöld, þrátt fyrir að taggart sjálfur, jardine, kexið og réttarlæknirinn allir gengnir fyrir ætternisstapa, semsagt enginn eftir af upprunalega krúinu. reid, fraser, ross og burke standa bara alveg fyrir sínu. annars er þetta fyrsta skiptið í óratíma að ég sest niður og horfi á heilan þátt í sjónvarpinu, sjaldséð sjón!

Auglýsingar

kisa komin heim, voða fegin að sjá okkur, fengum l…

kisa komin heim, voða fegin að sjá okkur, fengum lánað búr hjá dagfinni til að koma heim með hana svo við þyrftum ekki að halda á henni. munur að hafa dýralæknastofu í 3 mínútna fjarlægð, svona er að búa í miðbænum. allt í göngufjarlægð! ræfillinn litli fékk túnfisk eins og hún gat í sig látið, það er ódýrara að kaupa túnfisk í bónus en kattamat! (nei, hún fær ekki bara túnfisk að éta 😉

farin að sækja kisuræfilinn minn :-)

farin að sækja kisuræfilinn minn 🙂

jæja, loksins er verið að leggja hitann í gangstét…

jæja, loksins er verið að leggja hitann í gangstéttina hér fyrir utan, þá koma hellurnar og við fáum gangstétt og bílastæði til baka, brill! þeir eiga hins vegar eftir að taka hinum megin götunnar ennþá, en það verður minna rask fyrir okkur.

er að hlusta á óttusöngva að vori eftir jón nordal hér í tölvunni, ég fer ekki ofan af því að það er eitt flottasta verk sem samið hefur verið á íslandi. fullkomlega sambærilegt við arvo pärt, john tavener, og bara hvern sem er hvar sem er. brilljant stykki. jón bara klikkar ekki.

kannski maður ætti að fara að vinna eitthvað, byrja á nýju messunni fyrir vídalínskirkju, ballettstykkinu eða kannski forleik fyrir áhugamannabandið um jólin. hmmm? ekki hefur maður afsökunina: verð að fara út í sólina núna.


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar