Sarpur fyrir 9. júní, 2004

björn friðgeir sá að apple er að opna itunes búð í…

björn friðgeir sá að apple er að opna itunes búð í evrópu, miikið væri nú gaman ef hún næði alla leið hingað upp á sker. að ég skilji hvers vegna leiðindavefurinn tonlist.is sé ekki með lögin á mp3 formati heldur wmp, ónothæft ef maður notar ekki hið vonda microsoft windows. hringdi í stef í dag til að athuga hvort talað hefði verið við þau í sambandi við itunes evrópu, en þau tvö sem gætu vitað þetta voru ekki við. verður tékkað aftur á mánudag; annars ætti þetta að koma í ljós á þriðjudaginn, þá verður víst blaðamannafundur hjá apple í evrópu…

Auglýsingar

sumarhátíð á leikskóla, skrúðganga, leiktæki, pyls…

sumarhátíð á leikskóla, skrúðganga, leiktæki, pylsur og safi. hefði ekki verið hægt að biðja um betra veður, það er ljóst.

strákur af deildinni hans finns er að flytja í húsið á móti, uppgötvaði finn áðan, mikil hamingja. litlu guttar léku sér úti til rúmlega níu, en þá var finnur dreginn inn að sofa. er búinn að vera slæmur með að fara ekki að sofa fyrr en hálftólf á kvöldin, ekki gott fyrir fjögurra ára kríli

nóg barnablogg í bili.

hallveig dró okkur freyju í sund í morgun, laugard…

hallveig dró okkur freyju í sund í morgun, laugardalslaugin heit og fín. síðan á vegamót í hádegismat, setið úti, einn bjór, tight! aftur út í leit að meira sólarexemi

lífið er gott 🙂


bland í poka

teljari

  • 370.562 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar