Sarpur fyrir 5. júní, 2004

í dag var víst hægt að velja um ýmis skemmt fyrir …

í dag var víst hægt að velja um ýmis skemmt fyrir krakkana og okkur sjálf; eftir tiltektarleik á la svandís trylltum við á karnival fyrir starfsmenn samskipa og fjölskyldur þeirra. andlitsmálun, blöðrudýr, birgitta, hoppukastalar des todes, trampólín, pylsur, ullarbrjóstsykur, hamborgarar, kökur og kaffi, upprúllunarleikurinn mikli á risaskjá. þvílíkt fjör. allt í boði samskipa

og núna er afmæli unglingsins í gangi, foreldrar að reyna að týnast sem mest, pabbinn úti að grilla fleirihundruð kjúklingavængi, barbie girl á geislanum, pirates of the caribbean fer í dvd spilarann á eftir, fjör! engar litlar stelpur leyfðar, en við komum litla gutta ekki fyrir, ætli hann fái ekki leyfi til að setja nýja rafhlöðu í lestardótið sitt, þá verður hann ánægður.

góður dagur (hingað til, amk)

Auglýsingar

bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

júní 2004
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar