er ekki hretið að verða búið? grey krókusarni…

er ekki hretið að verða búið?

grey krókusarnir mínir stinga sínum gulu, hvítu og fjólubláu kollum upp úr krapinu í garðinum, graslaukurinn aumlegur að sjá, en sem betur fer er nú sterkt í þessu meira og minna öllu saman

við búin að sá, fyrir svolitlu síðan, meyra, timjan, basil, rósmarínfræ fundum við í ár, annars langaði mig í rósmarínrunna eins og ég sá í blómavali, en held ekki að þeir hafi verið til sölu. sáðum líka klettasalati, aldrei prófað það áður.

við erum klettasalatfíklar, verst hvað salatið sem fæst hér í búðum er smátt og aumlegt. gott samt, en við fengum alvöru blöð þegar við fórum út að borða um daginn, stór og fín. ætli veitingahúsin kaupi upp allt góða klettasalatið sem er ræktað hér – eða er það alls ekki ræktað hér, kannski? hvers vegna getur maður ekki keypt þetta? væri alveg til í að borga fyrir það 😦

rambling over!

0 Responses to “er ekki hretið að verða búið? grey krókusarni…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: