Sarpur fyrir 12. febrúar, 2004

þetta er nú bara að verða fyndið! allir fjölmið…

þetta er nú bara að verða fyndið!

allir fjölmiðlar að tala við mig, og koma mér að. annað kvöld er spurningaþátturinn sem ég verð með í, síðan hringdi arndís björk í mig í gær og vill fá mig til að velja tónlist í þáttinn fallegast á fóninn, á fimmtudaginn í næstu viku. síðast í dag hringir í mig kona frá dagblaðinu og vill vita af hverju ég vilji ekki missa í sjónvarpinu á morgun. einhver spurning dagsins eða eitthvað hjá þeim.

var reyndar svolítið erfitt smáviðtal, sérstaklega fyrir hana, þar sem ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarpið; ég sagðist náttúrlega ekki ætla að missa af spurningaþættinum um landsins snjallasta kennara en annað gat ég bara ekki nefnt, þar sem það er það eina sem ég ætla að horfa á annað kvöld. þá teygði hún á spurningunni og sagði að ég mætti nefna bara almennt hverju ég vildi ekki missa af, og hvort ég horfði ekki á fréttir – nei, ekki kannaðist ég við það, hlusta alltaf á fréttirnar í útvarpinu og kveiki bara á sjónvarpinu ef það er einhver frétt sem ég get ímyndað mér að sé spennandi myndefni við. nú, en ef ég horfði á fréttir, væri það þá ríkissjónvarpið eða stöð tvö? jú ríkissjónvarpið. en horfði ég ekki á american idol, nei, ekki með stöð 2.

eitthvað tókst konugreyinu að toga upp úr mér að ég horfði stundum á breska spennuþætti og náttúrulífsþætti, og síðan er oft gaman að jóni ólafssyni með músíkanta í viðtali, hef samt bara séð þannig þátt tvisvar.

nei, það væri synd að segja að ég sé sjónvarpssjúklingur.

er að fara niðureftir til tollstjóra og borga skat…

er að fara niðureftir til tollstjóra og borga skattinn minn, greiðsluna fyrir janúar og svo sektina, rúmlega 110.000 kall, mikið er þetta nú sárt 😦

tveir góðir hérna og þó sérstaklega hérna

tveir góðir hérna og þó sérstaklega hérna


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

febrúar 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
29  

sagan endalausa