nei, ekki alveg laus við kitling í hálsi! enn ekki sestur á röddina, vona ég sleppi við það.
nú á loksins að fara að klippa messuna og drífa í útgáfu á henni. gaman. ég er búin að vera í sambandi við konu í hinum fræga bæ derry í new hampshire, hún er spennt fyrir að flytja messuna en ég þarf að gera eitthvað drastískt í partamálum! hún pantaði einn kórpart frá tónverkamiðstöð og hann kostaði fimmþúsundkall! ekki nokkur kór sem hefur efni á því að panta svoleiðis fyrir 50-70 manns, fyrir utan að leigja hljómsveitarparta og partítúr, nevermænd kaupa hljómsveit. er að spá í að búa til kórparta með engum undirleik, þó það sé reyndar ekki mjög vinsælt af söngvurum klippir það blaðsíðurnar niður um helling, tala nú ekki um ef ég minnka nóturnar slatta. verð að reyna að bjarga þessu við einhvern veginn, ef ég vil að þetta verði flutt einhvern tímann aftur! og ÞAÐ vil ég!
0 Responses to “nei, ekki alveg laus við kitling í hálsi! enn ekk…”