sendum börnin í pössun og fórum út að borða í kvöl…

sendum börnin í pössun og fórum út að borða í kvöld, la primavera, bara mjög fínt. maður þykist vera einhver mega gourmet, blasé, tried it (almost) all, en þeim tókst bara nokkuð vel upp með bragðupplifanirnar! fengum okkur matseðil dagsins, 5 rétti, 3 forrétti, aðalrétt og eftirrétt, og allt var þetta toppmatur. steinbítur með chili-rúsínu-perlulaukssósu opnaði fyrir tilraunir með að setja rúsínur í mat, sem annars var á algjörum bannlista hjá heimilisföðurnum, linguine með ferskum kóngssveppum og myrklum (nammi!), parmiggianoinn reyndar fullfínt rifinn fyrir minn smekk, en sveppirnir algjört æði. lambafillet í aðalrétt með rösti kartöflum og anískrydduðum gulrótum, aldrei hefði manni dottið það í hug! eftirrétturinn byrjaði á því að vera ósköp venjulegt tiramisu, ekkert betra en við búum til, (notum meira að segja iðulega rjómaost í stað mascarpone), en svo kom þjónninn og gaf okkur glas af vin santo með, og það var punkturinn yfir i-ið, ójá!

þjónustan líka óaðfinnanleg, ólíkt því þegar við fórum síðast þangað, þá var ekki séns að ná sambandi við þjón, ekki fyllt á vatnsglösin hjá manni, og svo framvegis, ég er svolítið hrædd um að ég hafi verið dæmigerður óþolandi íslenskur kúnni í það skiptið, ég var orðin pirruð og það sást! annars er það nokkuð sem maður leggur upp úr að vera ekki!

0 Responses to “sendum börnin í pössun og fórum út að borða í kvöl…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

janúar 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: